Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Atvinnu- og efnahagsmál
„10 þúsund tonn af laxi, gjörið svo vel“ – Grein Þóru Bergný Guðmundsdóttur

Öruggur meirihluti íbúa á Seyðisfirði hafnar alfarið áformum um sjókvíaeldi í firðinum, þar á meðal er Þóra Bergný Guðmundsdóttir. Hún hefur rekið veitingahús og ferðaþjónustufyrirtæki í áratugi í bænum sem hefur fyrir löngu markað sér sérstöðu fyrir blómlegt mannlíf.

„Nú erum við þar stödd að í bænum hefur verið byggð upp öflug ferða­þjónusta og þar þrífst mergjað menningar- og lista­líf. Í­búar eru með­vitaðir um að f leira þarf að koma til en þær leiðir viljum við sjálf finna og ekki vera tagl­hnýtingar er­lends auð­valds og úr­eltra at­vinnu­greina,“skrifar Þóra í kröftugri grein sem í Fréttablaðinu í dag.

Þóra hafnar öllu tali um atvinnusköpun sjókvíaeldis:

„Því hefur mikið verið flíkað að fisk­eldið færi með sér fjölda starfa og skili miklum arði til sam­fé­lagsins. Í því sam­bandi má benda á að fyrir­tækin starfa eftir sama skatta­módeli og önnur fyrir­tæki í er­lendri eigu og eru í stöðugri skuld við móður­fé­lagið og skila því halla­rekstri ár eftir ár.

Eftir­tektar­vert var það um daginn þegar hið „stönduga“ fyrir­tæki Arnar­lax neitaði að greiða upp­sett gjöld til bæjar­fé­lagsins og vildi setja sína eigin verð­skrá.

Hvað varðar störfin heldur Fisk­eldi Aust­fjarða því fram í frum­mats­skýrslu að hverjum 1.000 tonnum í sjó fylgi 14 störf (8 í eldi + 4 í úr­vinnslu). Þetta jafn­gilti því að á Fá­skrúðs­firði ættu að starfa um 80-100 manns við eldið nú en raunin er að þeir eru ef­laust ekki fleiri en 8 til 10, enda væru Norð­menn ekki að koma til Ís­lands miðað við þessar for­sendur þar sem í norskum lax­eldis­fyrir­tækjum starfa að meðal­tali 1,6 starfs­kraftar við hver 1.000 tonn í sjó.

Undir­skriftum 55% íbúa Seyðis­fjarðar var komið til sveitar­stjóra Múla­þings. Þann 8. desember. Í fram­haldinu var mál­efnið rætt í nýrri sveitar­stjórn og undir­nefndum hennar.

Fljótt varð ljóst að mót­bárur Seyð­firðinga voru létt­vægar fundnar og að­eins fisk­eldis­fyrir­tækið átti sér máls­vara hjá meiri­hluta Sjálf­stæðis­manna og Fram­sóknar í sveitar­stjórninni.

Voru það sannar­lega von­brigði þar sem í sam­einingar­ferlinu var því haldið á lofti að hvert byggðar­lag í nýju sveitar­fé­lagi fengi að halda sér­stöðu sinni og raddir heima­manna skyldu virtar.“

0 Comments
  • Ferðaþjónusta
  • Seyðisfjörður
  • Þóra Bergný Guðmundsdóttir
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Matvælastofnun Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo