Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Eftirlit og aðstæður í sjókvíaeldi
Hagsmunagæslufólk sjókvíaeldisiðnaðarins reynir að gera Ríkisendurskoðanda tortryggilegan

SFS lætur ekki að sér hæða og ræsir skrímsladeild sina. Hvert á þetta vanhæfi að vera? Að vilja vernda villta íslenska laxinn gegn því að hann skaðist varanlega af völdum sjókvíaeldis?

Hagsmunagæslufólk sjókvíaeldisfyrirtækjanna virðist ekki átta sig á að það er sjálft að staðfesta þá skaðsemi með svona smjörklípum.

Þetta er örþrifaráð fólks sem veit að það hefur vondan málstað að verja. Skýrsla Ríkisendurskoðunar leggur staðreyndir á borðið sem sjókvíaeldisfyrirtækin vilja ekki ræða efnislega.

Mbl. flytur eftirfarandi frétt upp úr Bæjarins Bezta:

Ísfirska frétta­blaðið Bæj­ar­ins besta grein­ir frá því í frétt nú í morg­un að sam­kvæmt lög­býla­skrá sé Guðmund­ur Björg­vin eig­andi að jörðinni Leys­ingja­stöðum í Dala­sýslu ásamt eig­in­konu sinni, Helgu Jónu Bene­dikts­dótt­ur. Hún er jafn­framt formaður veiðifé­lags Laxár í Hvamms­sveit eft­ir því sem fram komi á vef Fiski­stofu, en veiðifé­lagið sé aft­ur aðild­ar­fé­lög að Lands­sam­bandi veiðifé­laga.

Land­sam­band veiðifé­laga hef­ur kraf­ist þess horfið verði frá sjókvía­eldi að fullu, sem það tel­ur að hafi mik­il, nei­kvæð áhrif á hags­muni veiðirétt­ar­hafa og geti spillt villt­um laxa­stofn­um í ám.

Í frétt Bæj­ar­ins Besta er minnt á að Guðmund­ur Björg­vin hafi áður komið að þess­um mál­um á öðrum vett­vangi. Hann var ráðuneyt­is­stjóri í land­búnaðarráðuneyt­inu 2004 þegar gef­in var út aug­lýs­ing um bann við lax­eldi í sjó á stærst­um hluta strand­lengju lands­ins og und­ir­ritaði aug­lýs­ing­una sem ráðuneyt­is­stjóri.

Þá var hann um nokk­urra ára skeið full­trúi rík­is­ins í NASCO, North Atlantic Salmon Conservati­on Org­an­izati­on, sam­tök­um um vernd laxa­stofns­ins í Norður Atlants­hafi, en Ísland sagði sig úr þeim eft­ir banka­hrunið 2008.

Ekki verður séð af stjórn­sýslu­út­tekt­inni að rík­is­end­ur­skoðandi hafi sagt sig frá gerð henn­ar vegna van­hæf­is eða a.m.k. gert grein fyr­ir hags­mun­um sín­um.

Guðmund­ur Björg­vin Helga­son var kjör­inn rík­is­end­ur­skoðandi á Alþingi liðið sum­ar, en hann  kjör­inn­til sex ára í senn. Hann var sett­ur rík­is­end­ur­skoðandi 1. fe­brú­ar 2022, en hóf störf hjá embætt­inu 2019 sem for­stöðumaður Ak­ur­eyr­ar­stofu þess, ásamt því að vera sviðsstjóri tekju­eft­ir­lits og staðgeng­ill rík­is­end­ur­skoðanda.

0 Comments
  • Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
  • Landssamband veiðifélaga
  • Ríkisendurskoðun
  • Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
  • SFS
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Matvælastofnun Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo