Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Dýravelferð
Aðstæður svo slæmar í sjókvíum á Reyðarfirði að ónæmiskerfi laxins brast

Aðstæður eldislaxanna í sjókvíunum í Reyðarfirði, þar sem blóðþorri greindist, voru svo slæmar að ónæmiskerfi þeirra brast og veira sem hefði átt að vera þeim meinlaus stökkbreyttist í banvænan sjúkdóm.

Þetta er kenning dýra­lækn­is fisk­sjúk­dóma hjá MAST, sem bendir á í frétt MBL að vetrarveður, marglyttur og þörungar hafi gert umhverfið svona slæmt fyrir eldidýrin.

Og þá er spurt. Hví leyfir MAST dýrahald við þessar aðstæður? Grípur þessi stofnun aldrei til aðgerða fyrr en það er of seint?

Skv. umfjöllun Morgunblaðsins:

„Ekki er vitað um ástæður sýk­ing­ar­inn­ar. Gísli Jóns­son tel­ur lík­legt að um­hverfisaðstæður valdi því að veir­an hafi stökk­breyst, úr mein­lausri laxaflensu yfir í mein­virkt af­brigði. Hann bend­ir á að álag hafi verið á kví­un­um á Gripalda. Árið byrjaði með óveðri sem leiddi til þess að fóðurprammi sökk við eldisk­ví­arn­ar. Síðar bætt­ist við þör­unga­blómi í vor og mar­glytta lagðist að í haust. Seg­ir Gísli hugs­an­legt að ónæmi fisks­ins hafi dalað í þessu volki og það orðið til að skapa tæki­færi fyr­ir veiruna.“

0 Comments
  • Fiskisjúkdómar
  • ISA-veira
  • Marglyttur
  • MAST
  • Reyðarfjörður
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo