Reyðarfjörður er úr leik. Nú er spurningin bara hvort veiran muni berast í sjókvíaeldi í öðrum fjörðum fyrir austan.

Skv. frétt RÚV:

“Allt laxeldi hefur nú verið stöðvað tímabundið í Reyðarfirði vegna veiru sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi. Í vetur greindist veiran fyrst á stöð við Gripalda og nú í vor greindist hún einnig á stöð sem kennd er við Sigmundarhús. Vonir stóðu til þess að stöðin við Vattarnes myndi sleppa þar sem hún er í um 10 kílómetra fjarlægð frá hinum en í dag tilkynnti Matvælastofnun að veiran hefði einnig greinst þar.”