Við tökum eindregið undir það sem Jón Helgi Björnsson segir í þessari frétt. Ástandið í ýmsum ám landsins er með þeim hætti að ýtrustu varúðar þarf að gæta í umgengni við laxastofnana.

Í Noregi hefur í sumar þurft að loka ám tímabundið fyrir veiði vegna hita og þurrka. Orð formanns Landssamband veiðifélaga er mikilvæg brýning til meðlima sambandsins um að setja velferð laxins ávallt í fyrsta sætið.

„Hvað veiði varðar þetta tímabilið þá er það sem er að eiga sér stað einfaldlega fordæmalaust ástand sums staðar með þeim hætti að líklega væri best að sleppa öllum laxi eða hreinlega hlífa fyrir veiði.“