Kýpurfélögin eru víða. Þar á meðal er eitt sem á stærsta einstaka hlutinn í Arctic Sea Farm sem er með sjókvíaeldi á laxi í Dýrafirði fyrir vestan.

Eftirlitsskýrsla Umhverfisstofnunar sem merkt er 5. júní sýnir að Arctic Sea Farm er brotlegt í mörgum liðum i starfsemi sinni. Notar meðal annars bannaða koparhúðaða netapoka, losar mengun í sjó umfram heimild, er með of mikið af fiski í kvíunum og sinnir ekki sýnatöku eins og það á að gera samkvæmt starfsleyfinu.