Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Landeldi og tækniframfarir í laxeldi
Argentína fyrsta land heims til að hafna sjókvíaeldi alfarið

Fylkisþingið í Tierra del Fuego, syðsta héraði Argentínu, hefur fest í lög bann við sjókvíaeldi á laxi. Þar sem hafsvæðið við þennan syðsta odda landsins er eina mögulega svæðið til að setja niður sjókvíar þýðir þetta í raun og veru að Argentína er fyrsta landið í heiminum sem hafnar formlega þessum skaðlega iðnaði. Það gerðist þó ekki átakalaust.

Árið 2019 skrifuðu stjórnvöld í Argentínu og Tierra del Fuego undir viljayfirlýsingu við norska sjókvíaeldisrisa um að undirbúa sjókvíeldi í héraðinu. Fólkið þar reis hins vegnar strax upp gegn áformunum. Með því að taka saman höndum við nágranna sína frá Chile, hinum megin við landamærin, og ýmsa umhverfisverndarhópa lukkaðist íbúum í Tierra del Fuego að snúa stjórnvöldum. Í vikunni var svo bannið gegn laxeldi í opnum sjókvíum samþykkt samhljóða á fylkisþinginu.

Tierra del Fuego er fámennasta hérað Argentínu. íbúar þar sáu í gegnum loforð innlendra stjórnmálamanna, sem gengu erinda norsku sjókvíaeldisrisanna, um meinta verðmætasköpun. Fólkið áttaði sig á því að þessi iðnaður lætur náttúruna og lífríkið niðurgreiða sína skaðlegu starfsemi og flytur svo mögulegan hagnað allan úr landi.

Þannig starfar sjókvíaeldisfyrirtækin um allan heim. Hér á landi hafa þau til dæmis aldrei greitt krónu í tekjuskatt og munu ekki gera á næstu árum. Uppsafnað tap er svo gríðarlegt.

Fóður, búnaður, vaxtagreiðslur af lántökum frá móðurfélögum kostar svo allt gjaldeyri sem fer úr landi.

Sjá fréttatilkynningu.

0 Comments
  • Argentína
  • Bann við sjókvíaeldi
  • Patagónía
  • Tierra del Fuego
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Matvælastofnun Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo