Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur synjað beiðni Arnarlax um að fyrirtækið fái undanþágu frá starfsleyfi sínu um hvíldartíma eldissvæðis við Hringsdal í Arnarfirði.

Það gat tæplega farið öðruvísi en að þessari undanþágubeiðni yrði hafnað. Arnarlax á auðvitað að fara eftir skilyrðum starfsleyfisins sem ganga út á lágmarkshvíldartíma eldissvæðanna.

Enn er ósvarað hvað gerist næst. Fyrirtækið er væntanlega með um milljón eldislaxa í kvíum sem það þarf að koma í burt af þessu svæði.

Sjá frétt RÚV.