Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Eftirlit og aðstæður í sjókvíaeldi
Athugasemdir IWF við tillögu um endurskoð laga um laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis

Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum (IWF) höfum skilað inn athugasemdum við tillögu nokkurra þingmanna til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis. Hér fyrir neðan eru fyrstu málsgreinar athugasemda okkar. Umsögnin mun birtast á vef Alþingis en fylgir líka hér.

IWF styður skipan starfshóp til þess að yfirfara laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis með hliðsjón af gjaldtöku af fiskeldi en leggur til breytt markmið hópsins:

a) að gjaldtöku verði háttað þannig að sjókvíaeldisiðnaðurinn greiði gjöld í ábyrgðasjóð fyrir afnot sín af hafsvæðum innan efnahagslögsögu Íslands sem tryggja að hægt sé að bæta það tjón sem hann veldur á lífríki, náttúru og verðmætum annarra, hvort það sem það eru einstaklingar eða lögaðilar.

b) að tryggja að upphæð í slíkum ábyrgðasjóði verði nógu há til að standa undir hreinsun vegna plastmengunar og braki frá þessum iðnaði á hafsvæðum og strandlengju við þjóðlendur þegar þessi iðnaður hverfur á braut, en fyrir liggur spá um að hefðbundið sjókvíaeldi í opnum netapokum verði liðið undir lok í kringum 2030.

c) að endurskoðun þessari og tillögur að lagabreytingum sem tryggja markmið hennar skal vera lokið og skýrsla kynnt Alþingi eigi síðar en í lok árs 2022.

Til grundvallar

Við hjá IWF viljum færa fyrst til bókar að öll laga- og reglugerðarsetning um fiskeldi á að hafa til grundvallar að þau fyrirtæki sem vilja stunda sjókvíaeldi eiga að tryggja að fiskur sleppi ekki úr netapokum þeirra út í náttúruna. Villtir laxastofnar eiga ekki að bera neina áhættu af þessari starfsemi.

Villtir laxastofnar eiga samkvæmt lögum um náttúruvernd (1. og 2. gr. nr. 60/2013 með síðari breytingum) sjálfstæðan tilverurétt í náttúru Íslands. Samningur Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland er aðili að, kveður á um vernd líffræðilegrar fjölbreytni lífríkisins með sérstakri áherslu á að vernda lífríki á öllum skipulagsstigum þess, þar með talið þeirra erfðaauðlinda sem lífríkið býr yfir.

Við óskum eftir því að fulltrúi/fulltrúar náttúruverndarsamtaka verði í starfshópnum um breytt laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldisins.

0 Comments
  • IWF
  • Lög um fiskeldi
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo