Lyfjarisinn Merck og samtök sjókvíaeldisfyrirtækja í Skotlandi herja þessa dagana á stjórnvöld þar í landi og vilja láta losa verulega um mörk skordýraeiturs sem heimilt er að nota í baráttunni við laxalúsapláguna sem geisar í kvíunum.

Í þessari harkalegu hagsmunabaráttu sjókvíaeldisiðnaðarins er litið fram hjá því að rannsóknir Hafrannsóknastofnunar Skotlands (Scottish Assosiation for Marine Research) hafa sýnt að virka eiturefnið í lyfjafóðrinu, emamectin benzoate, hefur vond áhrif á krabbadýr í nágrenni sjókvíanna. Þetta fóður heitir Slice og hefur verið notað hér við land. MAST gaf til dæmis Arnarlaxi heimild fyrir eitrun með því í kvíum í Arnarfirði í september 2018.

Á skoska fréttavefnum The Ferret er fjallað um þetta vísindahneyksli í Skotlandi:

“The Ferret can reveal that the pesticide’s US manufacturer, Merck, and the Scottish Salmon Producers’ Organisation (SSPO) funded an unpublished study arguing that wildlife in sea lochs could withstand high concentrations of the pesticide.

The industry’s move to relax the limits has been condemned as “beyond belief” by community groups, while environmentalists have urged fish farmers to protect wildlife by ceasing to use the pesticide. But the industry insists that it has confidence in its science.”