Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Vernd villtra laxastofna
Baráttan gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði heldur áfram

Við tökum undir með baráttusystkinum okkar í Seyðisfirði:

„Við vonum að enginn lífeyrissjóður í nafni almnennings taki þátt í þessum svartapétri ! Það er deginum ljósara að einhver leyfanna sem Fiskeldisfyrirtækin tóku án endurgjalds og hafa þegar fengið hagnaðinn af gætu verið í talsverðu uppnámi. Það er deginum ljósara að siglingaöryggi, sæstrengir og ofanflóð í fjörðum setja fyrirtækinu skorður svo ekki sé talað um sýkingar og aðrar náttúrlega aðstæður svo sem þörungarblóma og marglyttur sem eiga líka sannarlega eftir að hafa sitt að segja. Nú á að reyna að ná einhverjum að borðinu þegar byrjað er að molna undan. Er þetta ekki aðeins of fyrirsjáanlegt ??

Sjókvíaeldi er mengandi iðnaður sem er í hningnun vegna augljósra galla sem tengjast honum. Það hefur sennilega aldrei verið skýrara að við þurfum að vernda vistkerfið okkar, vanda okkur og virða náttúruna, villta stofna og hlusta á hlutlausa vísindamenn sem hafa varað við þessu í árafjöld.“

„Í frétt Austurfréttar um nýjustu vendingar Ice Fish Farm er nú leitað nýrra hluthafa:

Måsøval Eiendom, meirihlutaeigandi Ice Fish Farm sem á öll leyfi til fiskeldis á Austfjörðum, hefur ráðið ráðgjafafyrirtæki til að leita eftir mögulegum meðeiganda að eignarhluta þess í Ice Fish Farm, móðurfélagi Fiskeldis Austfjarða/Laxa.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var norsku kauphöllinni í morgun. Þar segir að ákvörðunin fylgi í kjölfar áhuga sem félaginu hafi borist.

„Ice Fish Farm er stærsta laxeldisfyrirtæki Íslands miðað við útgefin leyfi og hið eina á Austfjörðum, á mörg hundruð kílómetra strandlengju. Fyrirtækið hefur leyfi og umsóknir, auk viðbótargetu innan fjarða sinna, til að verða stórframleiðandi eldislax á heimsvísu. Sú framleiðsla yrði mun stærri en eldi Måsøval í Noregi. …

Tilkynningin kemur degi eftir að tilkynnt var að rekstrarhagnaður Ice Fish Fram á þriðja ársfjórðungi hefði numið 13,6 milljónum norskra króna eða tæpum 195 milljónum íslenskra króna. Er þetta fyrir afskriftir vegna tjóns sem varð á árinu þegar lóga þurfti fiskum úr eldi í Reyðarfirði og Berufirði fyrr en áætlað var eftir að sjúkdómurinn blóðþorri kom upp. Afskriftir þess vegna eru metnar á 1,2 milljón norskra króna eða 17,2 milljónir íslenskra. Hagnaður á sama tíma í fyrra var 0,7 milljónir norskra króna eða um tíu milljónir íslenskra. Á ársfjórðungnum var nú slátrað 1.946 tonnum af laxi samanborið við 1.042 í fyrra.

0 Comments
  • Ice Fish Farm
  • Seyðisfjörður
  • VÁ Félag um vernd fjarðar
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo