Jón Kaldal félagi í IWF skrifar grein sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag um baráttu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fyrir því að norsku laxeldisrisarnir greiði ekki fyrir afnotin af íslenskri náttúru.

Þessi afstaða SFS er í beinni andstöðu við hvernig hægt er að beita tækjum markaðarins til að verja náttúruna og lífríkið. Auðvitað aukast líkur á náttúruspjöllum verulega ef það kostar ekki neitt að menga og spilla umhverfinu.

“Ef norsku fyrirtækin hefðu þurft að kaupa þessi leyfi á heimamarkaði hefðu þau þurft að greiða 100 til 180 milljarða íslenskra króna fyrir sambærilegt magn og stjórnvöld hafa deilt út frítt hér. Eignarhlutar í íslenskum sjókvía­eldisfyrirtækum ganga nú þegar kaupum og sölum fyrir feikilega háar upphæðir. Söluvaran er fyrst og fremst afnot af sameign þjóðarinnar, sem fær hins vegar ekkert fyrir sinn snúð, ef farið verður að vilja SFS.”