ISA veiran sem veldur hinum banvæna sjúkdómi blóðþorra í laxi hefur nú verið greind í sjókvíum Fiskeldis Austfjarða í Berufirði. Á mánudaginn var sagt frá því að veiran hefði greinst á enn einu svæðinu í Reyðarfirði með þeim afleiðingum að slátra þarf öllum laxi úr sjókvíunum sem Laxar fiskeldi, systurfyrirtæki Fiskeldis Austfjarða, er með þar og loka firðinum fyrir eldi.

Blóðþorraveiran hefur nú greinst í fyrsta skipti í Berufirði og væntanlega munu dómínókubbarnir falla þar rétt eins og gerðist í Reyðarfirði þar sem þurfti að slátra eldislaxi á hverju svæðinu á fætur öðru.

Mögulega mun enginn eldislax vera í sjókvíum fyrir austan innan fárra vikna.

Ekkert hefur heyrst frá Matvælastofnun né Fisksjúkdómanefnd, sem þar er starfrækt, um þetta grafalvarlega mál. Enn og aftur þurfum við að fá fréttir í norskum fjölmiðlum í kjölfar tilkynninga fyrirtækjanna til norsku kauphallarinnar. Segir það allt sem segja þarf um hvar sjókvíaeldisfyrirtækin telja sig vera upplýsingaskyld.

Salmon Business fjallar um málið:

“New outbreak of infectious salmon anaemia (ISA) suspicion in Iceland.

There is a suspected outbreak of the viral disease ISA at Ice Fish Farm’s site in Hamraborg, Iceland, according to a stock exchange announcement from the company on Friday.

The site consists of approximately 890,000 salmon with an average weight of 2,137 kg.

“The consequences of the disease are difficult to estimate now, but will probably reduce the expected harvest volume in 2022 and 2023,” the report states.

On 23 May, SalmonBusiness reported ISA had been detected at another fish farming company, Laxar, at its Vattarnes site. There are 1.1 million fish in this location.”