Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Landeldi og tækniframfarir í laxeldi
Ein landeldisstöð í portúgal mun framleiða jafn mikið og allt netapokaeldi í íslenskum fjörðum

Þegar þessi landeldisstöð sem fjallað er um í Salmon Business verður komin í fulla vinnslu í Portúgal mun hún ein framleiða álíka magn og leyfilegt verður hér í sjókvíum að hámarki miðað við áhættumat Hafrannsóknastofnunar. Nákvæmlega þetta er að gerast um allan heim.

Laxeldi er á krossgötum. Framundan er að lax verður alinn á þröskuldi þessi markaðar þar sem á að selja hann. Þetta vita þeir vel sem eiga í sjókvíaeldisfyritækjunum hér.

Hamagangurinn við að þrýsta í gegn nýjum leyfum fyrir sjókvíaeldi í íslenskum fjörðum snýst um skammtímagróðra fárra en ekki langtímahagsmuni margra. Áform um að troða niður 10.000 tonna sjókvíaeldi í Seyðisfjörð er dæmi um það sem er í húfi. Meirihluti heimafólks vill ekki sá þennan iðnað í fjörðinn sinn. Hinum megin eru örfáir einstaklingar sem eiga von á feikilegum gróða ef tekst að koma þessum áætlunum í gegn.

Sagt var frá því fréttum árið 2017 að þegar 45% hlutur í Fiskeldi Austfjarða skipti um eigendur var greitt fyrir hann tæplega einn milljarður króna. Inn í kaupsamninginn var skrifað að ef tilteknar leyfisumsóknir færu í gegn innan tíu ára myndi kaupverðið hækka um þrjá milljarða króna. Það eru þessar þrjúþúsund milljónir og aðrar stórar upphæðir sem eru að baki ákafanum við að fá þessi leyfi í gegn.

Þegar markaðurinn nær svo jafnvægi í kringum staðbundna landeldið munu sjókvíaeldiskóngarnir hverfa á braut undir merkjum hagræðingar, rétt eins og aðrir kvótakóngar hafa áður gert.

0 Comments
  • Portúgal
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo