Á hverju ári sleppa milli ein og tvær milljónir eldislaxa úr sjókvíum við Noreg að mati Hafrannsóknastofnunar Noregs, en stofnunin gerir ráð fyrir að um það bil einn fiskur sleppi af hverju tonni sem alið er í sjó. Miklu færri sleppingar eru hins vegar tilkynntar. Eins og bent er á í þessari grein hefur forsvarsmönnum sjókvíaeldisiðnaðarins ekki enn tekist að sjá til þess að húsdýrin þeirra sleppi ekki út í náttúruna þar sem þau valda miklum skaða.

Um 70 prósent villtra laxastofna í Noregi bera merki erfðablöndunar við eldislax en blöndunin hefur mikil áhrif til hins verra á getu þeirra til að lifa af í náttúrunni.

Sjá norska Fiskeribladet.