Það er komið nóg af sjókvíaeldislaxi.

Eldislax er meðal vinsælustu fisktegunda á matseðlum veitingahúsa og á matarborðum almennings. Þessar vinsældir eru hins vegar verið á kostnað náttúrunnar, lífríkisins, velferðar eldisdýranna og almenns heilbrigðis umhverfisins ef laxinn hefur verið alinn í sjókvíum.

Það er kominn tími til að taka sjókvíaeldislax af matseðlinum. Beinum viðskiptum til þeirra veitingahúsa og verslana sem bjóða aðeins upp á lax úr landeldi.

Sjókvíaeldislax er ekki í boði. 

Það er komið nóg af sjókvíaeldislaxi.

Eldislax er meðal vinsælustu fisktegunda á matseðlum veitingahúsa og á matarborðum almennings. Þessar vinsældir eru hins vegar verið á kostnað náttúrunnar, lífríkisins, velferðar eldisdýranna og almenns heilbrigðis umhverfisins ef laxinn hefur verið alinn í sjókvíum.

Það er kominn tími til að taka sjókvíaeldislax af matseðlinum. Beinum viðskiptum til þeirra veitingahúsa og verslana sem bjóða aðeins upp á lax úr landeldi.

Sjókvíaeldislax er ekki í boði. 

Staðreyndirnar

Sjókvíaeldi á laxi hefur gríðarleg umhverfisáhrif og dýravelferð er skammarlega vanrækt í þessum iðnaði.

Mikill hluti af eldislaxi í verslunum og á veitingastöðum kemur úr iðnaðareldi sem er stundað í stórum stíl í opnum sjókvíum í fjörðum Íslands.

Fjöldi verslana og veitingastaða hér á landi hefur þó tekið ákvörðun um að bjóða ekki upp á lax úr sjókvíaeldi heldur aðeins úr landeldi.

Beinum viðskiptum okkar til þessara staða, sniðgöngum hina þar til þeir hafa tekið lax úr sjókvíaeldi úr sölu.

Umhverfisáhrif

Laxeldi í opnum sjókvíum skapar kjöraðstæður fyrir fjölgun ýmissa sníkjudýra og útbreiðslu fisksjúkdóma.

Opnar sjókvíar eru stórir netapokar, þar sem bæði sjúkdómar og sníkjudýr berast óhindrað í gegnum möskvana út í náttúruna.

Sjókvíaeldisstöðvarnar losa einnig gríðarlegt magn úrgangs og eiturefna í nærumhverfi sitt með alvarlegum áhrifum á náttúrulegt lífríki í námunda við þær.

Kynntu þér umhverfisáhrifin betur.

Óumdeilanlega ósjálfbær iðnaður

Fóður í laxeldi er að mestu gert úr fiskimjöli og sojabaunum. Baunirnar eru ræktaðar á gríðarlegu landflæmi aðallega á svæðum sem hafa verið rudd innan Amazon frumskógarins í Suður-Ameríku.

Þessi mikla landnotkun og langar flutningsleiðir fóðurs vega mjög þungt þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda.

Meira en eitt kíló af villtum fiski þarf til að framleiða eitt kíló af eldislaxi. Af þeim fiski sem fer í fóður gætu 90 prósent nýst beint til manneldis.

Kynntu þér ósjálfbærni sjókvíaeldis nánar.

Óásættanleg meðferð á eldisdýrunum

Að meðaltali drepst einn af hverjum fimm eldislöxum sem settur er í sjókví. Árið 2022  drápust um þrjár milljónir eldislaxa í sjókvíum við Ísland.

Fisksjúkdómar, sníkjudýr, kuldi, þörungarblómi og marglyttur verða til þess að stór hluti fisksins sem er í kvíunum þjáist af bakteríu- og veirusýkingum, fær alvarlega áverka af völdum laxalúsar eða vetrarsára eða kafnar vegna súrefnisskorts. Þetta gerist áður en slátrað er úr kvíunum og fiskurinn fluttur á borð neytenda.

Kynntu þér velferðarmálin frekar.

Af hverju hafa þau gengið til liðs við baráttuna gegn sjókvíaeldi?

VEITINGASTAÐIR

„Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Það er ástæðan fyrir því að ég býð ekki upp á eldislax úr sjókvíum á veitingastöðum mínum. Mikilvægt er að muna að við neytendur höfum val og vald. Við getum sniðgengið vörur sem eru framleiddar með svona skaðlegum hætti.“

Hrefna Sætran – matreiðslumeistari og veitingahúsaeigandi

VEITINGASTAÐIR

„Í sjókvíaeldi fer mengunin, fóður-, eitur- og lyfjaleifar, beint í sjóinn
gegnum netmöskvana og eldislaxar sleppa úr kvíunum. Afleiðingarnar eru
skaði fyrir umhverfið og óafturkræf erfðablöndun við villta laxastofna Íslands.
Þess vegna býð ég ekki upp á lax úr sjókvíaeldi á Forréttabarnum“

Róbert Ólafsson – matreiðlslumeistari og eigandi Forréttabarsins

VERSLANIR

„Þar sem ég var í sveit var mér kennt að ganga vel um náttúru landsins og aldrei að fara illa með dýr. Fiskeldi á landi fellur vel að þeirri lexíu. Það að landeldisfiskur er miklu betri vara er svo bara plús.”

Sigurður Þór Sigurðsson – fisksali Fiskbúðinni Sundlaugarvegi

„Neysla á eldislaxi úr opnum sjókvíum er skaðleg fyrir umhverfið og lífríkið.
Ábyrgir neytendur ættu að sniðganga þennan fisk sem er alinn með ómannúðlegum og ósjálfbærum hætti.“

Douglas Frantz og Catherine Collins – höfundar bókarinnar Salmon Wars

Tími laxeldis í opnum sjókvíum er liðinn

Sjókvíaeldisiðnaðurinn er í grundvallaratriðum ósjálfbær og veldur eyðileggingu á vistkerfum um allan heim.

Það er kominn tími til að binda endi á hann!