Veitingahús og verslanir þar sem sjókvíaeldislax er ekki í boði

Fjölmörg íslensk veitingahús og verslanir hafa tekið sér stöðu með umhverfinu og lífríkinu og bjóða ekki upp á eldislax úr sjókvíum. Þar geta neytendur gengið að því að vísu að ef lax er í boði þá kemur hann úr landeldi þar sem skólp frá starfseminni er hreinsað áður en það fer í umhverfið og hvorki fiskur né sníkjudýr sleppa viðstöðulaust í hafið.

Svipist um á veitingahúsum og í verslunum eftir bláa gluggamiðanum með skilaboðum um að þar sé aðeins boðið upp á lax úr sjálfbæru landeldi.