Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Dýravelferð
Ekki öll kurl komin til grafar varðandi laxadauðann hjá Arnarlaxi í Arnarfirði

Þarna eru augljóslega miklar hamfarir í gangi. Það streyma ekki að skip, samtals með mörg þúsund tonna burðargetu, til að fást við 100 tonn af dauðum laxi, sem út af fyrir sig er ægileg tala.

Og enn er fjölmörgum spurningum ósvarað.

Sjá frétt Stundarinnar:

Flutningaskipið Hordafor VI, sem flutt getur rúmlega 3.200 tonn af meltu, sem meðal annars er unnin úr eldislaxi sem drepst í sjókvíum, kom til hafnar í Bíldudal í gær. Skipið er í eigu norska fyrirtækisins Hordafor sem sérhæfir sig meðal annars í vinnslu á afurðum eins og laxaolíu og fiskipróteini úr hráefni eins og laxi sem fellur til í laxeldi og ekki er hægt að nota beint til manneldis. Hordafor VI sést nú á gervihnattamyndum fyrir utan Bíldudal.

Skipið er eitt af nokkrum skipum sem siglt hafa til Íslands á liðnum dögum til að aðstoða laxeldisfyrirtækið Arnarlax við að bregðast við erfiðum aðstæðum sem komið hafa upp í rekstri félagsins í sjókvíum í Arnarfirði. Fjögur þúsund laxar í sláturstærð eru í kvíum fyrirtækisins og hefur Arnarlax ekki sjálft getað slátrað löxunum vegna veðurs og krefjandi aðstæðna í firðinum.

…

Í máli Kjartans Ólafssonar, stjórnarformanns Arnarlax, sem og Gísla Jónssonar hefur hingað til komið fram að laxadauðinn sé í kringum 100 tonn. Tekið skal fram að þetta var haft eftir þeim í fjölmiðlum á þriðjudaginn og eru slíkar tölur alltaf gefnar upp með fyrirvara um að frekari dauði geti átt sér stað. Eins og Kjartan sagði við Stundina á þriðjudaginn þá var laxadauðinn „enn sem komið er minni en í fyrra“.

Stundin hefur á síðustu dögum ítrekað reynt að fá Kjartan til að svara því hversu mikill laxadauðinn sé orðinn hjá fyrirtækinu en án árangurs. Laxadauðinn er hins vegar miklu meiri en sagt hefur verið frá.

…

Kjartan neitar hins vegar að svara spurningum um umfang laxadauðans og eins þeirri spurningu hvað til standi að Hordafor VI flytji mikið af meltu í burtu. Svar Kjartans er á þá leið að hann muni kannski svara spurninum í lok mánaðarins eða þannig má skilja hann: „Við birtum tölur fyrir Q419 þann 26. feb […] Getum spjallað þá.“

0 Comments
  • Arnarfjörður
  • Arnarlax
  • Laxadauði
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo