Samkvæmt nýbirtum ársreikningi skilaði norska laxeldisfyrirtækið Akvafuture 15 prósent rekstrarhagnaði í fyrra. Félagið er með lokaðar sjókvíar sem byggja á tækni sem móðurfélag þess hefur þróað en fyrirtækið var stofna 2014.

Þar sem kvíarnar eru lokaðar er laxalús hvorki til vandræða í þeim né fyrir lífríkið í nágrenni þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu er úrgangur hreinsaður að stærstum hluta og endurnýttur og þá hefur enginn fiskur sloppið frá því fyrstu kvíarnar fóru í sjó fyrir fáeinum árum.

Akvafuture á dótturfélag hér á landi og hefur sótt um leyfi til að hefja eldi hér með sömu tækni.

Sjá umfjöllun SalmonBusiness.