Það hefur lengi legið fyrir að eldislax er ekki sú hollustuvara sem villtur fiskur er og samkvæmt nýjustu fréttum frá Noregi heldur bilið áfram að breikka. Þannig er hlutfall Omega 3 fitusýra aðeind helmingur af því sem var í eldislaxi. Ástæðan er breyting á samsetningu fóðurs í eldinu.

Hollu olíurnar eru miklu minni en áður vegna þess að hlutfall plöntufóðurs er meira í fæði fiskanna en var.

Fleiri slæmir gallar eru á þessu háa fóðurhlutfalli úr plönturíkinu. Í fyrsta lagi þurfa fiskarnir að éta meira af þessu fóðri og vex saurmengunin frá kvíunum í samræmi við það. Í öðru lagi eru notaðar í fóðrið sojabaunir sem koma úr ræktun frá Brasilíu, meðal annars frá framleiðendum sem hefur verið sýnt fram á að stunda ólöglega skógareyðingu í Amazon frumskóginum.

Í umfjöllun NRK kemur m.a. fram:

“Lakseindustrien i Norge går som det suser, og norsk laks eksporterte for 16,7 milliarder kroner i første kvartal.

Likevel er det grunn til bekymring for kvaliteten på fisken. Det mener i hvert fall matkommentator i Aftenposten, Joacim Lund, som gjestet Dagsnytt 18, tirsdag.

– Innholdet av fiskeolje i laksefôret har gått ned fra 100 til 30 prosent på 15 år. Nå består mesteparten av matolje, noe som gjør at innholdet av omega 3 i laksen er halvert.

Med den logikken betyr det at vi nå må spise dobbelt så mye laks for å få de samme næringsstoffene som for 15 år siden.”