Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Erfðablöndun
Evrópusambandið skilur mikilvægi þess að náttúrulegur fjölbreytileiki sé verndaður

Hér er ný frétt. Evrópusambandið hefur gripið til aðgerða gegn þeim ríkjum sambandsins sem sinna ekki þeirri skyldu sinni að standa vörð um náttúrulegan fjölbreytileika lífríkisins með því að leiða í lög bann gegn innflutningi framandi lífvera.

Þetta er athyglisvert fyrir okkur hér á Íslandi því sá eldislax sem er hér í sjókvíum er af norsku kyni og því framandi í íslenskri náttúru. Þetta er einfaldlega staðreynd sem ekki er deilt um.

Átökin hér snúast að stóru leyti um af hverju stjórnvöld heimiluðu notkun þessa stofns.

Í Noregi er harðbannað að nota annan eldislax en af norsku kyni, einmitt vegna þeirrar auknu skaðsemi sem fylgir því að framandi stofn blandast innlendum villtum laxastofnum.

Í meðfylgjandi frétt af aðgerðum Evrópusambandsins er bent á að framandi dýrategundir eru ein stærsti þátturinn í hnignandi fjölbreytileika lífríkisins.

Kæruleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart lífríki landsins mun reynast dýrkeypt ef ekki verður snúið skarpt af núverandi braut.

Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.

0 Comments
  • Erfðablöndun
  • Evrópusambandið
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo