Hér er ný frétt. Evrópusambandið hefur gripið til aðgerða gegn þeim ríkjum sambandsins sem sinna ekki þeirri skyldu sinni að standa vörð um náttúrulegan fjölbreytileika lífríkisins með því að leiða í lög bann gegn innflutningi framandi lífvera.

Þetta er athyglisvert fyrir okkur hér á Íslandi því sá eldislax sem er hér í sjókvíum er af norsku kyni og því framandi í íslenskri náttúru. Þetta er einfaldlega staðreynd sem ekki er deilt um.

Átökin hér snúast að stóru leyti um af hverju stjórnvöld heimiluðu notkun þessa stofns.

Í Noregi er harðbannað að nota annan eldislax en af norsku kyni, einmitt vegna þeirrar auknu skaðsemi sem fylgir því að framandi stofn blandast innlendum villtum laxastofnum.

Í meðfylgjandi frétt af aðgerðum Evrópusambandsins er bent á að framandi dýrategundir eru ein stærsti þátturinn í hnignandi fjölbreytileika lífríkisins.

Kæruleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart lífríki landsins mun reynast dýrkeypt ef ekki verður snúið skarpt af núverandi braut.

Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.