Áfram heldur þessi mynd að verða skýrari. Fáeinir einstaklingar hafa efnast gríðarlega á laxeldi í sjókvíum við Ísland þótt fyrirtækin sem stundi reksturinn skili tapi. Langmestu verðmætin í fyrirtækjunum felast leyfunum til að hafa sjókvíar í hafinu umhverfis Ísland. Þessi sjókvíaeldiskvóti er nánast ókeypis hér á sama tíma og ný leyfi í Noregi hafa verið að fara á 1,5 til um 3 milljóna króna fyrir tonnið í útboðum undanfarin ár.

Til að setja þá tölu í samhengi myndu leyfin fyrir 17.500 tonna eldi, sem Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldu úr gildi í haust, kosta um 40 milljarða í Noregi, sé miðað við 2,3 milljón króna meðalverð fyrir tonnið. Hér greiða félögin ekkert fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinar.

Það er ekki nema von að hagsmunagæslan sé grimm – með fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og forseta Alþingis fremstan í flokki – af hálfu þeirra sem fara með þennan sjókvíaeldiskvóta.

Sjá umfjöllun Stundarinnar.