Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Sjálfbærni og neytendur
Fóðurframleiðsla fyrir sjókvíaeldi eyðileggur fiskimið við strendur Afríku

Það væri fróðlegt að fá upplýsingar um hversu mikið af fiskimjöl frá Gambíu er í fóðri sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem starfa hér á landi.

Vísir fjallar um rannsókn umhverfisverndarsamtakanna Outlaw Ocean Project.

„Stærsta áskorunin í fiskeldi er að fóðra fiskinn. Fóðurkostnaður er um sjötíu prósent af rekstrarkostnaði fiskeldis og eina fóðrið sem er nógu ódýrt hingað til er fiskimjöl. Fiskeldisstöðvar sem framleiða vinsælt sjávarfang á borð við karfa eða lax nota oft meiri fisk í fóður en þær selja til verslana og veitingastaða. Eldistúnfiskur getur til dæmis étið allt að fimmtánfalda þyngd sína af fiskimjöli áður en hann ratar á markað. Rannsakendur hafa komið auga á mögulega valkosti aðra en fiskimjöl, til dæmis mannlegan úrgang, þang og lirfur en peningahliðin gengur ekki upp enn sem komið er.

Þetta veldur erfiðri þversögn. Sjávarútvegur reynir að stunda hægja á ofnýtingu sjávarafurða en með því að rækta þann fisk sem við borðum helst í fiskeldu erum við að veiða meira af öðrum fiski. Gambía flytur meginþorra síns fiskimjöls til Kína og Noregs þar sem það er notað til að framleiða ódýran lax fyrir Evrópu- og Ameríkumarkað en á sama tíma er fiskurinn sem Gambíumenn borða sjálfir að hverfa.“

0 Comments
  • Fiskimjölsframleiðsla
  • Gambía
  • Laxafóður
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo