Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Landeldi og tækniframfarir í laxeldi
Framtíð laxeldis er í landeldi

Á fundum þar sem tekist hefur verið á um sjókvíaeldi undanfarin misseri hafa talsmenn þess iðnaðar iðulega sagt að landeldi væri ekki raunhæfur kostur á viðskiptalegum forsendum. Reyndar hefur Einar K. Guðfinnsson, sem var talsmaður Landssambands fiskeldisstöðva, líka haldið þessu sjónarmiði fram þrátt fyrir að innan raða samtaka hans séu nú þegar blómlegar landeldisstöðvar. Á einum slíkum fundi, á vegum Pírata í Norræna húsinu, lenti Einar meira að segja í orðaskaki við fulltrúa Hafrannsóknastofnunar vegna þess að sá hafði bent á þá einföldu staðreynd að samkeppnisforskot Íslands í landeldi gæti verið mikið því óvíða í heiminum eru betri aðstæður en hér, nægt landrými, jarðhiti, ferskt vatn og jarðsjór.

Þrátt fyrir þessa eindregnu afneitun Einars og félaga hefur landeldi á laxi á iðnaðarskala engu að síður verið á mikilli siglingu víða um heim. Undanfarin tvö ár hefur til dæmis verið seldur í Dubai lax sem er alinn í eyðimörkinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Hafi einhver enn efast um að ekki væru viðskiptatækifæri fyrir Ísland í landeldi þá ættu fréttir síðustu vikna og mánaða að leggja þær efasemdir endanlega til grafar. Fyrst kynnti Samherji áætlanir um risavaxið landeldi á Reykjanesi og í síðustu viku var sagt frá því að Stoðir, framsæknasta fjárfestingafélag landsins, sé komið með um þriðjungs hlut í Landeldi hf. sem stefnir á um 32.500 tonna ársframleiðslu af laxi í nýrri landeldisstöð, en fyrsti áfangi hennar er að rísa í Þorlákshöfn.

Talsmenn sjókvíaeldisiðnaðarins benda enn á að sú aðferð sé „hagkvæmari“. Sannarlega er hún það fyrir þá sjálfa en alls ekki fyrir umhverfið og lífríkið. Þangað sækja hluthafar í sjókjvíaledisfyrirtækjunum niðurgreiðslu á sinni skaðlegu aðferð. Náttúran fær reikninginn og er látin bera kostnaðinn af menguninni, snýkjudýrunum og erfðablöndunni sem sprettur úr opnu netapokum sjókvíanna. Ekkert af því berst viðstöðulaust og óhreinsað út í umhverfið frá landeldisstöðvum.

Landeldið á framtíð fyrir sér, eins og glöggt kemur fram í þessari frétt Fiskifrétta um aðkomu Stoða hf. að nýrri landeldisstöð í Þorlákshöfn.

0 Comments
  • Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
  • Einar K. Guðfinnsson
  • Landeldi ehf
  • Stoðir hf
  • Þorlákshöfn
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo