Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Eftirlit og aðstæður í sjókvíaeldi
Frestur til að skila athugasemdum við rekstrarleyfi Arctic Sea Farm rennur út á morgun

Frestur til að skila inn athugasemdum um tillögu Matvælastofnunar (MAST) um rekstrarleyfi Arctic Sea Farm til sjókvíaeldis á 10.000 tonna af frjóum laxi í Dýrafirði rennur út á morgun, 5. febrúar. Á mánudagur rennur svo út frestur til að skila umsögn um tillögu Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis fyrir sömu starfsemi.

Á fyrri stigum málsins hefur verið bent á fjölmörg atriði sem hefðu með réttu átt að stöðva þessi áform. Í umsögn Hafrannsóknastofnunar var til dæmis bent á að „fjarlægðir á milli kvíasvæða verði langt innan þeirra viðmiðunarmarka sem sem reglugerð um fiskeldi kveði á um, slíkt geti valdið erfiðleikum í eldi með tilliti til lúsaútbreiðslu þar sem um mjög stórt eldi sé að ræða.“

Í umsögn Náttúrufræðistofnunar kom fram að „ef villtir fiskar smitast af völdum eldis þá geti það tekið villta stofninn mörg ár að jafna sig, slíkt atvik þurfi ekki að vera afturkræft.“

Skipulagsstofnun gerir svo þær athugasemdir að áhrif af völdum laxalúsar og fiskilúsar geti orðið neikvæð á villta laxfiskastofna í firðinum. „Skipulagsstofnun telur að ljóst sé að með auknu fiskeldi í Dýrafirði og á Vestfjörðum þá fjölgi smitleiðum ásamt því að líkur aukist á því að laxalús magnist upp í og við eldiskvíar. Einnig er það mat stofnunarinnar með hliðsjón af því hversu langt lirfur laxalúsar geta rekið að fyrirhugað eldi komi til með að hafa neikvæð samlegðaráhrif með öðru núverandi og áformuðu eldi á Vestfjörðum.“

Af hverju í ósköpunum er þetta mál komið svo langt að MAST og Umhverfisstofnun hafa gert tillögu um að leyfa þessa tröllvöxnu aukningu í Dýrafirði?

0 Comments
  • Arctic Sea Farm
  • Dýrafjörður
  • MAST
  • Rekstrarleyfi
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo