Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Greinar
„Fyrir hvað og á kostnað hvers verður Lax­eldi í Seyðis­firði?“ – grein Péturs Heimissonar

Pétur Heimisson læknir og fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings mótmælir áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði í kröftugri grein sem birtist á Vísi. Hann bendir á að afgerandi meirihluti íbúa í bænum vilji ekki þessa starfsemi og að opið sjókvíaeldi sé ósjálfbær tímaskekkja.

Greininni lýkur með þessum orðum:

„Laxeldi er hafið í Berufirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði, en ekki Seyðisfirði. Vinnu við skipulag haf- og strandsvæða fyrir Austurland er ekki lokið. Það eitt mælir sterklega gegn því að hefja laxeldi í Seyðisfirði. Að bíða ekki þess skipulags, jafngildir því að taka meðvitaða ákvörðun um að fótum troða mögulega hagsmuni annarra, bæði íbúa og rekstraraðila t.d. í ferðaþjónustu, auk náttúrunnar sjálfrar,

Slíkt myndi ýta undir flokkadrætti og ósátt í litlu samfélagi sem væri neikvætt fyrir alla, líka eldisgeirann. Laxeldisfólk vill án efa sem mesta samfélagslega sátt um eldið þó kynningarleysi af þess hálfu hingað til beri þess lítt merki.

Að framan er tæpt á því sem ég tel mæla gegn laxeldi í Seyðisfirði. Aðalatriðið er ónefnt, hið risastóra stöðvunarmerki sem íbúar á Seyðisfirði hafa sjálfir reist gegn öllum hugmyndum um laxeldi í firðinum. Að heil 55% þeirra skrifi undir svo afdráttarlausa yfirlýsingu gegn eldinu sem raun ber vitni leggur miklar skyldur á herðar kjörinna fulltrúa í Múlaþingi. Yfirlýsingin undirstrikar það mat fólks að í firðinum og frjóu frumkvöðlastarfi þar, ekki síst á sviði menningar, lista, ferðamennsku og afþreyingar búi miklir samfélagslegir möguleikar og að inn í þá mynd passi laxeldið einfaldlega ekki. Aðstandendur mótmælanna kynna sinn málstað á; www.va-felag.is

Lýðræðisleg gildi og almenn virðing fyrir þeim veita mér þá vissu að ALLIR kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Múlaþings virði þetta stöðvunarmerki og tryggi rödd íbúanna áheyrn. Sjálfsögð og greiðfær leið til þess er að sveitarfélagið leggi til og vinni markvisst að því að eldisleyfunum verði vísað inn í vinnuna um skipulag haf- og strandsvæða. Það væri í anda þeirra laga sem Alþingi setti um fiskeldi fyrir tveimur árum. Þannig yrðu eldisleyfin vegin og metin með öðrum hagsmunum fólks, fjarðar og framtíðar.

Sómi væri að slíku verklagi og ósómi að viðhafa það ekki.“

0 Comments
  • Berufjörður
  • Fáskrúðsfjörður
  • Ferðaþjónusta
  • Pétur Heimisson
  • Reyðarfjörður
  • Seyðisfjörður
  • Sjálfbærni
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo