Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Mengun
Fyrirætlanir Arctic Sea Farm um notkun kopars í eldiskvíum í Arnarfirði þurfa að fara í umhverfismat

Að mati Hafrannsóknastofnunar er áhyggjuefni og afturför miðað við stefnu annarra landa að verið sé að hefja notkun á ásætuvörnum sem innihalda kopar í sjókvíaeldi hér á landi enda er efnið þungmálmur og baneitrað ýmsum lífverum sjávar. Þetta kemur og meira kemur fram í vandaðri fréttaskýringu sem var að birtast í Kjarnanum.

Skipu­lags­stofnun hefur nú ákveðið að sjókvíaeldisfyr­ir­tækið Arctic Sea Farm þarf að láta meta umhverf­is­á­hrif áætlana um að nota kopar í ásætu­vörnum á eld­is­svæðum í Arn­ar­firði.

Þetta er athyglisvert því Umhverf­is­stofn­un, Ísa­fjarð­ar­bær og Vest­ur­byggð töldu ekki þörf á slíku mati sem er með miklum ólíkindum.

Við hjá IWF gerðum harðorða athugasemd við þessi áform Arctic Sea Farm, rétt einsog Hafrannsóknastofnun. Við fögnum því að Skipulagsstofnun hefur nú gripið í taumana.

Í umfjöllun Kjarnans segir:

„Skipu­lags­stofnun hefur ákveðið að lax­eld­is­fyr­ir­tækið Arctic Sea Farm, þurfi að láta meta umhverf­is­á­hrif áforma sinna um að nota kopar í svoköll­uðum ásætu­vörnum á eld­is­svæðum í Arn­ar­firði.

Umhverf­is­stofn­un, Ísa­fjarð­ar­bær og Vest­ur­byggð töldu ekki þörf á slíku mati en Haf­rann­sókn­ar­stofnun mælti ein­dregið með því enda kopar eitr­aður málmur sem safn­ast upp í umhverf­inu og getur haft skað­leg áhrif á líf­ríki. Stofn­unin benti m.a. á umsögn sinni um málið að erlendis hefur notkun ásætu­varna með kop­aroxíði víða verið hætt. Í umsögn­inni er enn­fremur rifjað upp að Arctic Sea Farm hafi um tíma notað slíkar varnir hér á landi í leyf­is­leysi.

Ásætur eru þær líf­verur kall­aðar sem safn­ast upp á hlutum í haf­inu, s.s. á eld­iskví­um. Um er m.a. að ræða ýmsa þör­unga og hrygg­leys­ingja. Kopar drepur dýr og þör­unga og virkar þess vegna sem ásætu­vörn. Hafró segir að allt bendi til þess að kopar sé skað­legur umhverf­inu og segir að um það hafi verið fjallað í mörgum rann­sókn­um. Ásætu­varnir hafa ekki aðeins áhrif á þær líf­verur sem stefnt er að því að verj­ast. Þannig hafi rann­sóknir sýnt að á svæðum í kringum kop­arkvíar hafa líf­ver­ur, til dæmis humrar og ígul­ker, safnað þung­málm­inum í vefi sína.“

0 Comments
  • Arctic Sea Farm
  • Hafrannsóknastofnun
  • Koparoxíð
  • Skipulagsstofnun
  • Umhverfisstofnun
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo