Þeir sem halda að Kína og önnur Asíulönd verði markaður til langrar framtíðar fyrir eldislax sem fluttur er þangað með flugi lifa í mikilli sjálfsblekkingu. Þróunin í eldistækni er afar hröð og við sjóndeildarhringinn blasa við aðrar aðferðir en þær opnu netasjókvíar sem notaðar hér við land. Sú tækni hefur enda ekki breyst frá því hún leit dagsins ljós fyrir hundruðum ára. Hún er nú sem fyrr bara netapoki í sjó og því mjög viðkvæm fyrir veðri og öðrum umhverfisáhrifum.

Í þessari frétt Salmon Business er sagt frá þvi að í Kína verður slátrað á næsta ári í fyrsta sinn upp úr þessari tröllauknu stálkví sem smíðuð var í skipasmíðastöð. Kvíin er 35 metra há, eða á við ellefu hæða blokk, og 180 metrar að þvermáli.

Ólíkt sjókvíunum hér við land, sem eru staðsettar innan fjarða, er þessari risakví sökkt undir yfirborðið á rúmsjó þannig að skarnið frá henni safnast síður upp á botninum fyrir neðan hana og rekur ekki inn firði.

China gets ready to harvest first batch of farmed salmon from huge, deep sea fully-submersible fish cage