Samkvæmt þessari frétt er mögulegt að gatið á sjókví Arrnarlax hafi verið opið í allt að sex vikur.

Ekkert liggur fyrir um hvernig gat kom á netapokann, en gatið var á tuttugu metra dýpi.

Þekkt er að selir hafa nagað göt á net sjókvía með þeim afleiðingum að eldislax hefur sloppið út.

Ómögulegt er að segja til um hversu mikið af fiski slapp úr kvínni. Það mun væntanlega ekki skýrast fyrr en slátrað verður upp úr henni. Sjá frétt RÚV.