Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Dýravelferð
Gríðarlegur fiskidauði í sjókvíum viðvarandi vandamál

Áfram heldur gríðarlegur fiskidauði í sjókvíum við Ísland. Þetta má sjá á nýjum tölum sem voru að birtast á vefsvæði Matvælastofnunar yfir „afföll“ og magn eldislax í sjókvíum í júlí.

Í þeim mánuði einum drápust rúmlega 341 þúsund eldislaxar í sjókvíunum, eða um ellefu þúsund fiskar á hverjum einasta 31 degi mánaðarins sem var sá næstversti á árinu.

Á fyrstu sjö mánuðum ársins hafa því drepist um 1,7 milljón laxa í sjókvíum hér við land. Þessa hörmulega meferð á eldisdýrunum bætist við óhreinsað skólp, fóðurleifar, lyf og eiturefni sem streyma úr sjókvíunum beint í hafið og erfðablöndun eldislax við villta laxastofna. Dauðinn í sjókvíunum er á við ríflega 21 faldan fjölda alls stofn íslenska villta laxins.

Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.

Munið að spyrja hvaðan laxinn kemur sem er seldur í búðum og á veitingahúsum.

0 Comments
  • Laxadauði
  • Matvælastofnun
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo