Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Dýravelferð
Gríðarlegur laxadauði við Íslandsstrendur

Um 1,5 milljón eldisdýr hafa drepist í sjókvíum við Ísland fyrstu sex mánuði ársins. Stefnir þannig í álíka mikinn dauða í sjókvíaeldinu og í fyrra, sem var hæsta ár sögunnar í þessari skelfilegu deild, en 2022 drápust um þrjá milljónir fiska, eða 19 prósent af þeim fiskum sem settir voru í sjókvíarnar.

Þetta er hræðilegt hlutfall. Einn af hverjum fimm fiskum þolir ekki vistina sem sjókvíeldisfyrirtækin búa þeim.

Fagráð MAST um velferð dýra fjallaði um þennan mikla velferðarvanda sjókvíaeldisins síðastliðið vor. Í fundargerð ráðsins frá 26. apríl kemur fram að stefnt sé að því að ná „afföllunum“ í 11 prósent á ársgrundvelli.

Sjókvíaeldisfyrirtækin verða hins vegar víðs fjarri því markmiði á þessu ári. Hlutfallið er þegar komið í 8,9 prósent og fiskar sem eru nú þegar í kvíunum munu halda áfram að drepast seinni hluta ársins.

Veiga Grétarsdóttir tók ljósmyndina sem fylgir þessari færslu. Hún sýnir eldislax í sjókví í Dýrafirði.

Sjókvíaeldi er algjörlega óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.

0 Comments
  • Laxadauði
  • MAST
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Matvælastofnun Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo