Þetta er milkvægt verkefni. Rétt er þó að minna á að eldislax er ekki hægt að greina aðeins út frá útliti. Ekki er heldur hægt að greina eldislax á hreistri. Eina afgerandi staðfestingin er DNA próf. Það segir svo sína sögu um þá firru sem sumir virðast halda að sé raunhæf að hægt sé að senda kafara í ár til að fjarlægja þann eldislax sem kann að hafa gengið í þær.

Skv. umfjöllun RÚV:

“Með nýjum fiskiteljara í fyrirstöðuþrepi í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi, ásamt veiðitölum, er ætlunin að meta heildarstofnstærð laxa í ánni. Í teljaranum er myndavél og því er hægt að greina göngufiski í ánni. Framkvæmdin er hluti af vöktun Hafrannsóknastofnunar á náttúrulegum veiðivötnum í tengslum við uppbyggingu sjókvíaeldis. Þetta er annar fiskiteljarinnar sem er tekinn í gagnið í Ísafjarðardjúpi.

Myndir teknar af öllum fiskum

Í frétt Hafrannsóknastofnunar kemur fram að 40 metra langt fyrirstöðuþrep var útbúið neðarlega í Langadalsá og myndavélateljara komið fyrir í teljarastíflu í þrepinu. Þá eru þrjú þrep neðan við teljarann til að auðvelda fiski uppgönguna. Teljarinn tekur mynd af hverjum fiski sem á leið upp ána og því er hægt að tegundargreina og stærðarmæla einstaka fiska. … Þá má greina ytri eldiseinkenni eins og eydda ugga ef laxinn hefur sloppið úr sjókvíaeldi.”