Virði sjókvíeldisfyrirtækja hrundi í norsku kauphöllinni í morgun í kjölfar kynningar yfirvalda á breyttu skattaumhverfi iðnaðarins í Noregi.

Yfirvöld áforma hækkaða skattheimtu og breytt afnotagjöld af hafssvæðum sem eru sameign norsku þjóðarinnar. Gróði sjókvíeldisfyrirtækjanna hefur verið óheyrilegur á undanförnum árum, enda hafa þau geta sent reikninginn fyrir menguninni og erfðablönduninni beint til náttúrunnar og lífríkisins. Því miður verður það þannig áfram, nema hvað nú þurfa þau að greiða í ríkissjóð fyrir afnot af hafinu.

Dagens Næringsliv greinir frá því að virði eignar sjókvíaeldiserfingjans Gustav Witzö, aðaleiganda SalMar, móðurfélags Arnarlax, hrundi að andvirði rúmlega 90 milljarða íslenskra króna í morgun.

Alls hefur virði sjókvíaeldisfyrirtækjanna í norsku kauphöllinni lækkað um 37 milljarða norskra króna í morgun, sem er ígildi um 500 milljarða íslenskra króna.