Þetta eru mikilvægar spurningar frá Halldóru Mogensen til sjávarútvegsráðherra og af gefnu tilefni. Skemmst er að minnast milljarða kostnaðar við hreinsun eftir sjókvíaeldi við Svíþjóð, sem mun falla á almenning.

Í frétt MBL kemur meðal annars fram að Hall­dóra „spyr ráðherra hvort kannaður hafi verið mögu­leg­ur kostnaður við hreins­un hafs­botns í fjörðum, þar sem lax­eldi hef­ur verið stundað í opn­um sjókví­um, þegar til þess kem­ur að starf­semi ljúki. Þá spyr hún hver myndi greiða slík­an kostnað.

Þá spyr Hall­dóra hvort ein­hverj­ar regl­ur séu í gildi, eða fyr­ir­mæli frá ráðherra, um hvernig ganga skuli frá sjókví­um þegar lax­eldi er hætt. Og ef ekki, þá hvort áform séu uppi um að gefa slík fyr­ir­mæli eða setja slík­ar regl­ur.“