Kæru vinir! Við biðjum ykkur um að taka myndir og deila á samfélagsmiðlum þegar þið sjáið umbúðir utan um vörur með laxi í verslunum með límmiðanum sem sést á meðfylgjandi myndum.

Á honum er lykilspurning: Hvaðan kemur laxinn sem er verið að selja?

Ef laxinn er úr sjókvíaeldi þá er nauðsynlegt að vita að sú framleiðsluaðferð skaðar náttúruna og lífríkið. Þar að auki er farið ömurlega með eldislaxana í sjókvíunum.

Gallup gerði skoðanakönnun í fyrra. Þar kemur fram að 69 prósent aðspurðra vilja vita hvort laxinn komi úr sjókvíaeldi.

Slappt hjá framleiðendum og dreifingarfyrirtækjum að hafa þetta ekki i lagi.

Teikningin er frá Austurvelli í hádeginu.