Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Atvinnu- og efnahagsmál
Jón Kaldal svarar þekkingarleysi forystumanns Sósíalistaflokksins

Forystumaður Sósíalistaflokksins sendi þeim sem stunda landbúnað kaldar kveðjur í Fréttablaðinu í vikunni. Líklega var það af þekkingarleysi fremur en ásetningi. Jón Kaldal fer yfir söguna í þessari grein sem birtist á sama stað.

„Staðreyndin er sú að tekjur af stangveiði eru ein meginstoð landbúnaðar á Íslandi. Þegar landið er tekið í heild eru tekjur af stangveiði 28 prósent af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði. Veiðihlunnindi eru sem sagt ein af grunnstoðum tilveru bændafjölskyldna um land allt. Án þessara tekna þyrfti fjöldi bænda að bregða búi. Á Vesturlandi eru tekjur af stangveiði 69% af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði og á Austurlandi er hlutfallið 34 prósent. Þessar tölur koma úr skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerið 2018.

„Vellauðugu stangveiðimennirnir“ hans Gunnars Smára, eru sem sagt eins og bestu mjólkurkýrnar í fjósinu. Bændafjölskyldurnar mjólka stangveiðifólkið rétt eins og kýrnar.

Og arðurinn af ám með veiðihlunnindi dreifist með óvenju lýðræðislegum hætti, vegna framsýnna laga sem voru sett fyrir um 90 árum. Lögum samkvæmt skulu eigendur bújarða hafa samvinnufélög um skipulag veiða til að tryggja vöxt og viðgang villtra stofna og sjálfbæra nýtingu þeirra á viðkomandi veiðisvæði. Þessi samvinnufélög dreifa svo tekjunum til bænda.“

0 Comments
  • Jón Kaldal
  • Sósíalistaflokkurinn
  • Veiðihlunnindi
  • Veiðiréttarhafar
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo