Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Dýravelferð
Laxadauðinn í Dýrafirði sá langstærsti í sorgarsögu íslensks sjókvíaeldis

Athugið að þessar hörmungar í Dýrafirði eru manngerðar. Í tilkynningu frá móðurfélagi Arctic Fish til norsku kauphallarinnar kemur fram að þennan hrikalega dauða eldisdýranna megi meðal annars rekja til „meðhöndlunar“ á eldislaxinum.

Ef bóndi á landi færi þannig með dýrin sín að þriðjungur þeirra dræpist, þá yrði hann umsvifalaust sviptur leyfi til dýrahalds og kærður til lögreglu.

Skv. umfjöllun Stundarinnar:

„Gísli Jónsson, dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST, segir að laxadauðinn hjá Arctic Fish í Dýrafirði, sem kominn var upp í 3000 tonn samkvæmt síðustu tölum, sé mesti dauði og tjón sem hefur átt sér stað í sögu íslensks laxeldis. „Þetta er talsvert tjón. […] Ef við bara horfum á umfangið og tjónið í verðmætum þá er þetta langstærst. Án nokkurs vafa. Það er bara ekkert í líkingu við þetta núna,“ segir Gísli en framleiðsla íslenskra laxeldisfyrirtækja hefur aukist mjög á liðnum árum.

Til að undirstrika þetta voru 34 þúsund tonn af óslægðum norskum eldislaxi framleidd á Íslandi árið 2020 á meðan þau voru rétt rúmlega 3.200 árið 2015. Því er um að ræða rúmlega tíföldun í framleiðslunni á einungis fimm árum. Samhliða þessari aukningu getur tjón í framleiðslunni aukist.“ 

0 Comments
  • Dýrafjörður
  • Laxadauði
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Matvælastofnun Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo