Í umræðuþráðum hér á þessari síðu okkar hafa fáeinir ákafir talsmenn opins sjókvíaeldis haldið því reglulega fram að efnið sem laxeldisfyrirtækin nota til að freista þess að ná tökum á lúsafárinu í sjókvíunum, sé ekki skordýraeitur heldur lyf. Skordýraeitur er þetta þó eins og forráðamenn forráðamenn Arnarlax hafa sjálfir útskýrt oftar en einu sinni. Þar á meðal fráfarandi forstjóri félagsins. „Kristian Matthíasson vill ekki skilgreina lyfið sem að á að nota gegn laxalús í eldiskvíum fyrirtækisins sem lyf heldur skordýraeitur,“ segir í frétt sem birtist á ruv.is þann 23. maí 2017.

Með þessari færslu má svo sjá skjáskot af undirsíðu sem er nú horfin af vefsvæði Arnarlax. Á síðunni horfnu var fullyrt að ekki væru notuð kemísk efni í sjókvíum félagsins.

Einsog hægt er að lesa í textanum undir myndinni ætlaði forstjórinn að halda sig við að þessu þyrfti ekki að breyta vegna þess að þarna væri um „skordýraeitur“ að ræða. Auðvitað gat hann ekki staðið við það, enda blasti við að skordýraeitrið er kemískt efni.

Skjáskotið er úr frétt sem birtist á ruv.is sama dag og fréttin sem vitnað er til hér að ofan.

Í sjókvíaeldi er sem sagt reglulega siglt út að kvíum og skordýraeitri hellt í opinn sjó. Meira eldi og fleiri kvíar munu auðvitað kalla á meira eitur í sjó á stærra svæði. Auðvitað á allt fólk sem er umhverfi og lífríki Íslands kært að berjast gegn því að þessi mengandi iðnaður fái að vaxa frekar og fyrir því að það eldi sem nú er í sjó fari í lokaðar kvíar eða á land.

https://www.facebook.com/icelandicwildlifefund/photos/a.287660261701544/530174044116830/?type=3&theater