Mun meira lúsasmit er á laxfiskum á suðursvæði Vestfjarða en norðursvæði og meira lúsasmit í Dýrafirði en í öðrum fjörðum á norðursvæði Vestfjarða, en í þessum fjörðum eru einmitt stærstu laxeldisfyrirtæk landsins með sjókvíar.

Þetta kemur fram í merkilegri rannsókn Margrétar Thorsteinsson sem kom út í desember 2018 og hefur ekki fengið verðskuldaða athygli.

Margrét bendir á í rannsókninni að samkvæmt „umferðaljósa“ kerfi sem Norðmenn nota til að flokka lúsasmit eftir áhættu á villta laxfiskahópa, skapaði laxalúsasmit á árinu 2017 mikil áhættu á villta laxfiska í Arnarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði, sem þýðir rautt ljós fyrir svæðin og meðal áhættu í Dýrafirði, sem þýðir gult ljós samkvæmt norska kerfinu.

Með öðrum orðum, þá er sjókvíaeldið í þessum fjörðum stórvarasamt fyrir villta stofna.

Rannsóknin kollvarpar þeirri kenningu að lágur sjávarhiti við Ísland sé vörn gegn lúsafaraldri. Svo er ekki. Meðal þeirra sem héldu þeirri kenningu fram er Gísli Jónsson, yfirdýralæknir fisksjúkdóma hjá MAST en eins og við höfum áður bent á hér á þessari síðu þá liðu innan við tólf mánuðir á milli þess að Gísli hélt því fram að laxalús ætti ekki að vera vandamál í sjójkvíaeldi hér og þar til hann var búinn að skrifa upp á skordýraeitur til að hella í kvíar fyrir vestan.