Formaður hópsins sem gerði tímamóta skýrslu Sameinuðu þjóðanna um þá gríðarlegu hættu sem lífríkis heimsins stendur frammi fyrir, segir að ekki sé of seint að bregðast við ástandinu en til þess verði að yfirvinna andstöðu sérhagsmunahópa. Það er í allra þágu að brjóta hana á bak aftur.

Hér á landi erum við heldur betur að verða vitni að mótspyrnunni við því að hagsmunir náttúrunnar og lífríkisins verði hafðir að leiðarljósi við uppbyggingu á laxeldi. Sjókvíaeldisfyrirtækin reka harðan þrýsting á stjórnmálafólk og stofnanir landsins. Hafa þau meðal annars verið dugleg að koma sínu fólki fyrir í kerfinu.

Sjá frétt RÚV um skýrsluna:

“Skýrslunni er beinlínis ætlað að hafa áhrif á þá sem halda um stjórnartauma. Höfundar hennar nefna fimm þætti sem helst hafi stuðlað að þessari uggvænlegu þróun og raða þeim eftir vægi. Fyrst eru það breytingar á land- og sjávarnýtingu, afrán lífvera, loftslagsbreytingar, mengun og yfirtaka ágengra tegunda. Þrátt fyrir að nokkuð hafi áunnist í náttúru- og umhverfisvernd þá séu ekki líkur á að hægt verði að ná markmiðum um sjálfbæra þróun. Líffræðilegur fjölbreytileiki sé ekki bara umhverfismál heldur hafi þessi þróun líka bein efnahagsleg, félagsleg og siðferðileg áhrif og á öryggi fólks. Þess vegna verði að sækja fram á svo mörgum sviðum. “