Hér eru töluverð tíðindi!

Þegar framsóknarkonan Brynja Dan Gunnarsdóttir tók sæti á Alþingi í síðustu viku, sem varaþingmaður Ásmundar Einars Daðasonar, notaði hún tækifærið og lagði fram þessa fyrirspurn til matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur:

1. Hyggst ráðherra setja reglur um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað eldislax sem seldur er á Íslandi? Ef ekki, hver eru rökin fyrir því að gera það ekki?

2. Telur ráðherra stöðu laxeldis á Íslandi ásættanlega með tilliti til heilbrigðis og dýravelferðar? Ef ekki, hvað telur ráðherra að hægt sé að bæta og mun hann beita sér fyrir því?

3. Telur ráðherra þörf á að bæta reglur um losun lífræns úrgangs eða frárennslisvatns í laxeldi?

4. Telur ráðherra þörf á að bregðast frekar við með einhverjum hætti vegna vísbendinga um erfðablöndun milli eldislaxa sem sloppið hafa úr sjókvíum og villtra laxastofna?

Í viðtali við Stundina segir Brynja að hún vilji meðal annars að matvælaráðherra beiti sér fyrir að setja upprunamerkingu á þann eldislax sem seldur er á Íslandi að hún hafi alltaf haft áhuga á dýravelferð.

Ráðherra hefur 15 virka daga til að svara fyrirspurninni.

Vel gert Brynja!