Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Dýravelferð
Matvælastofnun staðfestir ISA-veirusmit í Berufirði

Veiran sem veldur blóðþorra hefur verið staðfest í Berufirði á tveimur eldissvæðum sem þýðir að öllum laxi verður slátrað og firðinum lokað fyrir sjókvíaeldi.

Það er rannsóknarefni hvernig veiran barst i fjörðinn.

Þessi banvæna veira, sú versta sem getur komið upp í sjókvíaeldi, greindist í fyrsta skipti við Ísland í nóvember 2021, í sjókvíum Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Þar breiddist hún út með þeim afleiðingum að slátra þurfti öllum eldislaxi og loka firðinum.

MAST mun væntanlega rannsaka og upplýsa röð atvika að baki þessum manngerðu hörmungum.

Ljóst er að sýktur eldislax var fluttur frá Reyðarfirði til slátrunar á Djúpavogi við Berufjörð, þar sem öllum sjókvíaeldislaxi á Austfjörðum er slátrað.

Hvað skilyrði setti stofnunin fyrir þeim flutningi og slátrun?

Fer þessi fiskur á neytendamarkað? Það er mörgum spurningum ósvarað.

Og fólkið sem heldur að þessi skelfilegi iðnaður sé framtíðaratvinnuvegur hlýtur að fara að hugsa sinn gang.

0 Comments
  • Berufjörður
  • Blóðþorri
  • ISA-veira
  • Laxar fiskeldi
  • MAST
  • Reyðarfjörður
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo