
Veiran sem veldur blóðþorra hefur verið staðfest í Berufirði á tveimur eldissvæðum sem þýðir að öllum laxi verður slátrað og firðinum lokað fyrir sjókvíaeldi.
Það er rannsóknarefni hvernig veiran barst i fjörðinn.
Þessi banvæna veira, sú versta sem getur komið upp í sjókvíaeldi, greindist í fyrsta skipti við Ísland í nóvember 2021, í sjókvíum Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Þar breiddist hún út með þeim afleiðingum að slátra þurfti öllum eldislaxi og loka firðinum.
MAST mun væntanlega rannsaka og upplýsa röð atvika að baki þessum manngerðu hörmungum.
Ljóst er að sýktur eldislax var fluttur frá Reyðarfirði til slátrunar á Djúpavogi við Berufjörð, þar sem öllum sjókvíaeldislaxi á Austfjörðum er slátrað.
Hvað skilyrði setti stofnunin fyrir þeim flutningi og slátrun?
Fer þessi fiskur á neytendamarkað? Það er mörgum spurningum ósvarað.
Og fólkið sem heldur að þessi skelfilegi iðnaður sé framtíðaratvinnuvegur hlýtur að fara að hugsa sinn gang.