Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Landeldi og tækniframfarir í laxeldi
Norskt móðurfyrirtæki Arnarlax sér að framtíð laxeldis er ekki í opnum sjókvíum

Hér er umfjöllun um framtíðarsýn stjórnarformanns móðurfélags Arnarlax. Þar lýsir hann meðal annars yfir að félagið leggur nú mikla fjármuni í að þróa tæknilausnir í fiskeldi sem byggja á aflandseldi, að koma risastórum sjávarmannvirkjum fyrir úti á rúmsjó þar sem laxeldið fer fram. Með þessu verður í komið í veg fyrir helstu neikvæðu umhverfisáhrifin af sjókvíaveldi.

Í umfjöllun Stundarinnar segir m.a.:

tjórnarformaður stærsta hluthafa laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, Atle Eide, segir að framtíð fiskeldis liggi ekki í sjókvíaveldi við strendur landa heldur í aflandseldi úti á rúmsjó. Atle Eide er stjórnarformaður Salmar AS, norska laxeldisrisans sem á meirihluta í Arnarlaxi, og lét hann þessi orð falla á sjávarútvegsráðstefnu í Bergen í Noregi í fyrradag …

Salmar AS leggur nú mikla fjármuni í að þróa tæknilausnir í fiskeldi sem byggja á aflandseldi, að koma risastórum sjávarmannvirkjum fyrir úti á rúmsjó þar sem laxeldið fer fram.  Með þessu verður í komið í veg fyrir helstu neikvæðu umhverfisáhrifin af sjókvíaveldi.

Samtímis reynir Arnarlax að fá frekari leyfi til að stunda sjókvíaeldi við stendur Íslands, þrátt fyrir að stjórnendur fyrirtækisins telji að framtíð fiskeldis í sjó liggi úti á rúmsjó en ekki upp í harða landi í fjörðum eins og í Noregi og á Íslandi. Fjölþætt vandræði fylgja sjókvíum í fjörðum landa, meðal annars laxalús og slysasleppingar auk laxadauða. …“

 

0 Comments
  • Arnarlax
  • SalMar
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo