Orð Asle Rønning, fráfarandi framkvæmdastjóra norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Måsøval AS, eru lýsandi fyrir þann yfirgang sem þessi fyrirtæki hafa tamið sér gagnvart íslenskum stjórnvöldum og komist upp með.

„Íslend­ing­ar eru reiðubún­ir til að gera það sem þarf til að byggja upp at­vinnu­grein­ar,“ sagði Rønning á nýafstöðnu fjárfestaþingi í London, og átti þar við vilja íslenskra stjórnvalda til að leyfa sjókvíaeldisfyrirtækjum nærri óheftan og endurgjaldslausan aðgang að sjávarauðlindinni.

Hér hafa sjókvíaeldisfyrirtækin fengið allt fyrir ekki neitt, og reikna með að þannig verði það áfram.

Þau vita fullvel að áhættumat Hafrannsóknastofnununnar takmarkar ársframleiðslu í íslenskum fjörðum við 106.500 tonn, samt vill Rønning fara í 500.000 tonn á ári og gerir ráð fyrir að hér verði enginn auðlindaskattur greiddur. Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, hefur verið á sömu slóðum.

Frekja þessara manna er botnlaus.

Færeyingar hafa nú tilkynnt að þeir hyggist, rétt einsog Norðmenn, hækka verulega gjaldtöku fyrir afnot sjókvíaeldisfyrirtækjanna af hafsvæðum við eyjarnar.

Hér heyrist hins vegar hvorki orð frá stjórnvöldum.

Í frétt mbl.is segir:

„Norska rík­is­stjórn­in til­kynnti 28. sept­em­ber síðastliðinn um þau áform sín að leggja 40% auðlinda­skatt á sjókvía­eldi í Nor­egi. Í kjöl­farið hrundi gengi hluta­bréfa í fisk­eld­is­fyr­ir­tækj­um sem skráð eru í kaup­höll­ina í Osló. …

Rønn­ing sagðist á málþing­inu telja fram­leiðslu­getu Íslands vera að minnsta kosti 500 þúsund tonn af eld­islaxi.

Óljóst er hvernig hann komst að þeirri niður­stöðu, en burðarþol í öll­um þeim fjörðum þar sem heim­ilt er að stunda sjókvía­eldi var sam­an­lagt 144.500 tonn árið 2020, að því er fram kem­ur í skýrslu um stöðu og horf­ur í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi og fisk­eldi frá ár­inu 2021.

Þá nam há­marks­líf­massi í nýju áhættumati Haf­rann­sókna­stofn­un­ar fyr­ir þessa firði 106.500 tonn­um.

Mun meiri líf­massa er þó hægt að koma í sjókví­ar ef heim­ilað verður að ala fisk inn­an þeirra svæða sem nú eru friðuð frá slíkri starf­semi. Nú á sér stað tölu­verð upp­bygg­ing í land­eldi en held­ur langt er í land þar til sá rekst­ur get­ur skilað fleiri hundruð þúsund tonn­um.“