Norski laxeldirisinn Mowi, sem áður hét Marine Harvest, var að kynna stærsta þróunarverkefni í sögu fyrirtækisins: laxeldiskvíar sem verður sökkt í sjó allt að 100 km frá strandlengjunni.

Þessar kvíar verða að fullu fjarstýrðar frá landi. Hver kví mun tengjast fóður- og hreinsistöð sem verður föst á sjávarbotninum. Frá stöðinni liggja svo leiðslur í land þar sem annars vegar er dælt fóðri til stöðvarinnar og hins vegar tekið á móti fráfalli sem er hreinsað frá kvíunum.

Í frétt SalmonBusiness er skýringarmyndband sem sýnir þessa hönnun á skýran hátt.

Það er ótrúleg tímaskekkja að við Íslendingar ætlum að hefja stórfellt sjókvíaeldi hér við land á sama tíma og verkefni á borð við þetta og stórar landeldisstöðvar eru farin af stað eða við það að verða að veruleika í öðrum löndum.