Góð grein hér hjá Jóni Helga Björnssyni:

„Það er rétt að taka undir með framkvæmastjóra SFS að betur færi á að íslensk stjórnvöld myndu hafast líkt að og Norðmenn á sumum sviðum hvað fiskeldi varðar. Margt gera Norðmenn vel, en annað er miður. Þeir banna til dæmis harðlega innflutning eða eldi á öðrum laxastofnum en norskum stofnum í Noregi. Í byrjun síðasta árs synjaði norski umhverfisráðherrann alfarið beiðni um innflutning á skoskum hrognum til kynbóta á norska eldislaxinum. Rök umhverfisráðherrans voru þau að blöndun við skoska laxastofna myndi veikja norska villta laxinn sem hann sagði standa veikt fyrir vegna neikvæðra umhverfisáhrifa frá norsku laxeldi. Hér á landi má hins vegar hvergi minnast á þá áhættu sem tekin er með eldi á frjóum norskum laxi í netpokum í sjó þegar frumvarp er lagt fram til breytinga á lögum um fiskeldi.“