Píratar stóðu fyrir fundi í Norræna húsinu í gær undir yfirskriftinni „Málþing um fiskeldi á Ísland“. Framsögumenn voru Einar K. Guðfinnsson, fyrir hönd Landssambands fiskeldisstöðva, Jón Þór Ólason, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyrir hönd þeirra sem vilja vernda villta urriða- og laxastofna, og Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis- og fiskiræktarsviðs Hafrannsóknarstofnunar fyrir hönd vísindasamfélagsins.
Líflegar umræður fóru fram eftir erindi þeirra. Vakti sérstaka athygli hversu uppsigað Einari K. virtist vera við landeldi. Virtist hann hvorki vera vel með á nótunum um þá þróun sem er á fleygiferð í öðrum löndum né stöðuna hér á landi. Gekk ólund Einars í garð landeldsins svo langt að vísindamaðurinn Ragnar taldi sig knúinn til að gera athugasemdir við málflutninginn. Af framgöngu Einars að dæma virðist hann eingöngu telja sig vera talsmann sjókvíaeldis í starfi sínu sem stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva.
Meðfylgjandi myndir eru frá fundinum í gær og sýna glæru Ragnars þar sem kemur fram af hverju Ísland er með „besta landsvæði í heimi fyrir landeldi.“
Pírötum er sómi af því að hafa staðið fyrir þessum fundi.
Posted by Icelandic Wildlife Fund on Miðvikudagur, 16. október 2019
Posted by Icelandic Wildlife Fund on Miðvikudagur, 16. október 2019