Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Vernd villtra laxastofna
Óskiljanleg undanlátssemi stjórnvalda vekur athygli utan landsteinanna

Við tökum undir með Jasper. Við skiljum þetta ekki heldur. Vísir ræddi við Jasper:

„Jasper Pääkkönen, finnskur stór­leikari, er staddur á Ís­landi að vinna að heimildar­mynd um Norður-At­lants­hafs­laxinn og þær hættur sem að tegundinni steðja. Jasper segist óttast að tegundin deyi út á næstu árum og gagn­rýnir ís­lensk stjórn­völd fyrir að hafa leyft fisk­eldi að festa rætur á Ís­landi, nánast eftir­lits­lausu fyrstu árin. …

„Ég held að lang­stærsta vanda­málið hér á Ís­landi sé fisk­eldið,“ segir Jasper.

Í sam­tali við Vísi bendir hann á að á Ís­landi séu tæp­lega 90 ár sem laxinn gengur í og á­ætlað sé að stofninn telji um 50 þúsund fiska.

„Svo koma norsk stór­fyrir­tæki, virði margra milljarða, til Ís­lands og setja niður opnar neta­kvíar í firði sem liggja að ám sem laxinn gengur í. Í hverju einasta neti geta verið um 200 þúsund laxar. Það er gjör­sam­lega ó­skiljan­legt að Ís­land hafi leyft því að gerast,“ segir Jasper.

Ís­land sé þekkt út á við sem land náttúru- og dýra­verndar. „En það er alveg ó­skiljan­legt að ís­lenskir stjórn­mála­menn hafi opnað dyrnar fyrir norskum milljarða­mæringum og leyft þeim að koma og eyði­leggja firðina ykkar, vist­kerfið, ó­spillta náttúru og ó­spilltan laxa­stofn. Ég meina, það er svo ó­trú­legt að ég get ekki varist því að velta því fyrir mér hver sé að hagnast á þessu og hvort hér sé á ferð spilling. Því að á meðan svo rosa­lega strangar reglur eru í gildi á Ís­landi til að vernda hinar ýmsu tegundir þá eru allt í einu engar reglur til að vernda laxinn fyrir þessum erfða­breytta eldis­stofni.“

0 Comments
  • Jasper Pääkkönen
  • Náttúruvernd
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Tálknafjörður Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo