„Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir óumdeilt að á Íslandi, líkt og annars staðar, sleppi fiskur úr sjókvíum þrátt fyrir að fylgt sé norskum staðli eða öðrum sambærilegum alþjóðlegum stöðlum enda skilja aðeins net fiskinn frá sjónum í sjókvíaeldi.“

Svona er þetta, sama hvað áróðursmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna reyna að malda í móinn.

Sjá umfjöllun Vísis.

“Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar þar sem fjallað er um kæru vegna seiðaeldis Laxa fiskeldis á landi í Þorlákshöfn. Kærunni var vísað frá. Nefndin segir að þegar fiskur er í kerum á landi sé komið í veg fyrir að hann sleppi í gegnum fráveitu með grindum á kerum og á frárennsli, auk þess sem frárennslisvatn sé hreinsað.

Úrskurðarnefndin segir að í landeldi sé helst að seiði sleppi ef óhöpp verða við dælingu í brunnbát. „En eðli máls samkvæmt fer slík dæling eingöngu fram þegar seiði hafa náð ákveðinni stærð og eru afhent til brottflutnings. Þá er því ekki saman að jafna að seiði sleppi, sem ef til vill eru ekki lífvænleg, eða fullvaxta fiskur,“ segir nefndin.”