Login on site

×
Login on site
logo
Icelandic Wildlife Fund
logo
  • Forsíða
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Vídeó: Undir yfirborðinu
  • Styrktu baráttuna
  • English
Dýravelferð
Raunveruleiki sjókvíaeldisins: Útlend verksmiðjuskip og fiskisjúkdómar

Banvænn veirusjúkdómur og massaslátrun eldisdýranna um borð í útlendu verksmiðjuskipi.

Svona er þessi iðnaður, endalaus skakkaföll, fyrir umhverfið, lífríkið og eldisdýrin sem eru geymd við óviðunandi aðstæður.

Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.

Skv. frétt Stundarinnar:

„Fiskisjúkdómurinn blóðþorri kom upp í einni kví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði í lok nóvember og þurfti að slátra 70 þúsund löxum úr kvínni í kjölfarið. Greint var frá blóðþorranum og aðgerðum Laxa fiskeldis til að bregðast við honum í ýmsum fjölmiðlum. 

Í svörum frá MAST, sem Gísli Jónsson sérgreinadýralæknir fiskisjúkdóma skrifar, segir að Norwegian Gannet hafi komið hingað til lands til að slátra úr fleiri kvíum á svæðinu í varúðarskyni.  …

Notkun íslenskra laxeldisfyrirtækja á Norwegian Gannet hefur verið umdeild hér á landi þar sem skipið slátrar beint upp úr eldiskvíunum í sjónum og siglir með fiskinn úr landi. Laxinn fer því ekki til vinnslu í landi og skapar ekki störf við vinnslu hans og flutning auk þess sem sveitarfélög verða af gjöldum, meðal annars hafnargjöldum.“

0 Comments
  • Blóðþorri
  • Fiskisjúkdómar
  • Laxar fiskeldi ehf
  • Norwegian Gannet
  • Reyðarfjörður
0 Like!
Deila
Magnús Sveinn Helgason

Recent comments

    Tags

    Arnarfjörður Arnarlax Bann við sjókvíaeldi Erfðablöndun Hafrannsóknastofnun Laxadauði Laxalús MAST Matvælastofnun Mengun Noregur Skotland Sleppislys strokulaxar Áróðursstríð sjókvíaeldisfyrirtækja
    Skilmálar og persónuvernd
    Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni (non-profit).
    Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.

    © 1996-2018, Icelandic Wildlife Fund
    logo